Vakakerfi – Ferðavaki

Kerfi fyrir Ferðaþjónustu Fatlaðra

VakakerfiVakakerfið á sér langa forsögu. Þetta er alíslenskt kerfi smíðað í Pascal og Delphi. Þróun þess nær til baka til ársins 1992 þegar fyrsta útgáfan af svona kerfi varð til. Það var smíðað fyrir Ferðaþjónustu Fatlaðra staðsett þá í Borgartúni ef ég man rétt. Það var smíðað fyrir Dos stýrikerfið og keyrt í rúm 10 ár þegar tími þótti kominn á að uppfæra kerfið fyrir Windows stýrikerfið. Þetta var í kringum árið 2002. Árið 2004 var fyrsta útgáfan prufukeyrð og frá þeim degi, notað einvörðungu og nánast snuðrulaust.

Kerfið í dag

Gróflega er kerfið tvíþætt eins og það er í dag. Megin hlutinn er fyrirfram fastar ferðir farþega. Þannig eru settar upp stundatöflur með föstum ferðum sem er hinn eiginlegi kjarni starfsseminarinnar. Þessar stundatöflur eru framfærðar reglulega sjálfvirkt yfir í afgreiðsluhlutann þannig umbreyttar í eiginlegar ferðir sem notendur geta síðan breytt að vild. Skólar, þjálfun, tómstundir, læknisferðir eru dæmi um ferðir sem henta í stundatöflu. Hinn hlutinn er hand-innsetningarhluti notenda á stökum ferðum sem koma með litlum sem engum fyrirvara í það að vera pantað marga mánuði fyrirfram. Þar getur notandi eftir sem áður fastsett ferðir sem og sett fastar í bið. Notandi getur séð á augabragði dreifingu og álag á bíl fyrir umbeðinn tíma á svo kölluðu, gant-riti:

Vakakerfi - Ferðavaki

Hver bíll hefur sinn eigin glugga. Þessi gluggi er með þó nokkra eiginleika.

Ferðavaki - Vakakerfi

Hér að ofan er verið að draga þrjár ferðir yfir á annan bíl. Það er gert þannig að notandinn velur ferðir í einhverjum glugganum, í þessu tilfelli er það úr glugga „00 Pantanir“, yfir í annan glugga.

Notendur geta verið með mismundandi sett af gluggum í gangi á skjánum með einfaldri skipun. Þannig geta þeir haft leigubíla sér, bíla með hjólastólum sér osfv. osfv.

Að lokum varaðndi núverandi kerfi.  Það er búið þróa þetta kerfi mikið síðan, sérstaklega var mikið um aðlaganir umbeðnar af Velferðarráði t.d. varðandi innheimtu, takmarkanir á fjölda ferða og innheimtu eftir því, þ.e. ef farþegar fóru yfir á tíma, þá var m.a. innheimt annað gjald en ef fjöldi ferða voru fyrir innan úthlutunarkvóta osfv.

Eins var sett inn í kerfið  möguleika á þátttöku stofnana í greiðslu á gjaldi ferðar. Loks var töluverð aðlögun vegna innkomu eldri borgara inn í þetta kerfi. Vegna eldri borgara þurfti aðrar úthlutunarreglur sem og annað innheimtu fyrirkomulag sem og annað tímasvið ferða yfir dags osfv.  Loks má nefna samdægursgjald sem er buið að vera í kerfinu næstum 10 ár. En það gildir ef farþegar panta ferð sama dag og var ferðin sent sem sms skilaboð á bílstjóra, þess vegna með 20mín fyrirvara.

Allt þetta ræður kerfið við í dag og er það til viðbótar og einföldunar samtengt viðskiptahugbúnaði til vélrænnar innheimtu eftir þessum forsendum. Loks var þó nokkuð lagt í ársskýrslur og tölfræðilega úttektir á ferðum og samsetningu þeirra. Allt framsett í töflum sem var hægt að innlesa í Excel osfv.

Skýrslumöguleikar eru þó nokkrir, hér er sía sem hægt er að vinna beint úr afgreiðsluskrá og eða safnskrá.

Vakakerfi - Ferðavaki

Kerfið er með þó nokkuð fleiri möguleika en hafa verið raktir hér, þetta mundi ég samt halda að væru þeir helstu, en til viðbótar má nefna:

Ferðavaki

Reikningagerð

 

Vakakerfi

Kvörtunarkerfi

 

Vakakerfi

Dagleg vinnsla, leit, leit brottfarastað, leit komustað, uppl. Um farþega og fastar ferðir.

Þessar áðurupptöldu aðlaganir sem og stækkun á kerfinu tók nokkurn toll og tíma frá þróuninni og því sem hefði verið annars hægt að gera. Engu að síður var á teikniborðinu 2012 töluverðar breytingar sem búið var að bera undir og fá samþykki hjá Herði hjá Strætó BS og hjá Halldóri hjá Ferðaþjónustu Fatlaðra.

Kostir núverandi kerfis

Helstu kostir nú verandi kerfis er kannski helst að það er hægt að ná fram gríðarlegri hagræðingu í niðurröðun á ferðum. Ekki bara ná þannig niður kostnaði, heldur og skapa sem bestu þjónustu í leiðinni.

Helsta ástæða þess að það er hægt í þessu kerfi er að sérþekking notenda á eðli fötlunar farþega, ferða og ferðatíma bíla sem og reynsla bílstjóra í þeim efnum, er mjög auð innfæranleg inn í þetta kerfi. Þannig að sem besta nýting á bílum, ferðatíma og ferðalengd bíla er þannig hámörkuð fyrir hvern dag.

Þannig getur þekking og lærdómur á eðli fötlunar farþega verið þannig höfð til hliðsjónar þegar raðað er niður á bíla sem er ekki lítið atriði í þessari þjónustu.

Vinna við sískráningu á endurteknum ferðum er óþörf. Hægt að setja inn stundatöflur sem gilda fyrir allt árið þess vegna.

Einfalt er að draga ferðir á milli bíla og eða setja yfir á nýjan bíl í heilu lagi.

Nýjungar frá 2012

Fyrst ber að nefna nýtt dagsseðla kerfi. Í stað útprentaðra blaða einvörðungu, þá væru bílstjórar  með spjaldtölvur í bílum sínum.  Spjaldtölvan mundi vera 3G/4G tengingu og yrði sjálfgefið með dagsseðilinn á skjánum. Þessi nýju dagsseðill er í raun vistaður sem vefskjal á vefsíðuhýsingu. Hver bíll með sitt skjal. Spjaldtölvan er stillt á sinn bíl sem heimasíðu, dæmi 04.html fyrir bíl 04 osfv., og vafrinn endurles sig sjálfvirkt á sem dæmi 15sek millibili.

Á hinum endanum erum við með þjónustu á server sem sér um að athuga eða skoða á nokkuð þéttu tímasviði hvort breytingar hafi orðið á viðkomandi bíl í kerfinu og þ.a.l. dagsseðli. Ef breyting hefur átt sér stað innan þess tímaramma sem bílstjórinn á að sjá, þá endurnýjar kerfið sjálfvirkt dagsseðilinn. Einnig mundi seðillinn færast sjálfvirkt til á tíma með raun klukku sem er þá sjálfkrafa orðin breyting sem mundi kalla á uppfærslu á html skjali. Til útskýringar, á morgnana sér bílstjóri ferðir frá 7 til 12, en klukkan 9 sér hann ferðir frá 8 til 13 osfv. Tímasvið færi að sjálfsögðu eftir stillingum og vali notenda.

Ef ferð er breytt innan x-tímamarka frá rauntíma, þá litast hún áberandi lit (rauður/grænn). Einnig mundi bílstjóri fá frekari upplýsingar sem hann þyrfti jafnvel að staðfesta (vorum með Gúgúl talk í huga), en væntanlega eru komnar nýjar lausnir fyrir þessa útfærslu.

Næst ber að nefna tillögu-kerfi. Hugmyndin var að með einu smelli væri hægt að láta kerfið finna sjálfvirkt bíla út frá viðkomandi umbeðinni ferð. Þannig ef farþegi óskaði eftir ferð frá stað (A) til (B) klukkan (t) á dag (d), þá mundi kerfið skoða bíla sem væru næst því að uppfylla allar þessar kröfur og lista upp í valglugga sem notandi gæti síðan valið úr, líklegasti bíllinn efst, svo koll af kolli.

Notandi getur auðveldlega fært ferðina á bílinn sem umhendis mundi láta bílstjórann vita af breyttum dagsseðli. Sé þetta ferð sem er endurtekin, þá er hægt að láta kerfið festa hana á bílinn, fítus sem er þegar til í dag og notaður mikið.

Við erum á því að þessar breytingar séu mjög þarfar og nauðsynlegar en í umræðunni um kerfið höfum við fundið meir sem væri þess virði bæta inn í kerfið.

Á teikniborðinu

  • Mikil hagræðing væri að því að aðeins mundi birtast gluggar yfir bíla sem ekki er þegar fullraðað á og þá eftir þeim tíma sem valinn er í Vinnsluglugga. Sem dæmi ef tíminn sem er sleginn inn er 13.00, þá geti kerfið hvort sem er sjálfgefið eða eftir að stutt hafi verið á takka nú eða með músarvali, sýnt aðeins þá bíla sem koma til greina og hafa laust pláss. Þannig sé notandinn ekki truflaður með bílum sem þegar eru full bókaðir, heldur sjái hann aðeins líklega bíla sem eru fundnir út frá farþegafjölda, stærð og þess svæðis sem hann er á eða verður á þeim tíma sem hentar. Þetta mundi auka yfirsýnina og einfalda handvirka niðurröðun þó nokkuð. Nokkuð öflugt að notast við flýtitakka og eða stjórnborð með stórum tökkum sem auðvelt og aðgengilegt er að styðja á.
  • Hugsanlegt væri hægt að hafa alsjálfvirkan fítus þar sem kerfið mundi raða algjörlega sjálfvirkt farþegum sem safnast hafa á „0 bíl“ (bíll sem er óskilgreindur og opinn fyrir óraðaðar ferðir) á þessa lausu bíla Ferðaþjónustunnar, annars ef ekkert er laust á vegum Strætó, þá noti það leigubíla sem uppfyllingu. Þessi fítus gæti virkað sem dæmi fyrir ferðir innan x-tíma frá núi, eða fyrir niðurröðun næsta dag osfv. Eins gæti þetta verið uppástunga sem notandi gæti engu að síður handbreytt í e.k. vinnubók, sbr. breytingartillögur 2012.
  • Gagnvirk samskipti bílstjóra við þjónustuver, þannig að hægt er að segja þjónustuveri að farþegi sé mættur og eða að farþegi hafi yfirgefið bílinn. Fyrir aftan hverja línu í rafræna dagsseðlinum yrði takki, annað hvort merktur sem [kominn] eða [farinn] eftir því hvort viðkomandi er að koma inn í bílinn eða yfirgefa hann. Þegar stutt er á þennan takka, þá fær „service“ á server tilkynningu og hann merkir ferðina í gagnagrunninum á viðeigandi hátt þannig að þjónustuver sjái.
  • Það er þegar kominn vísir að spjaldtölvukerfi þar sem bílstjórar sjá dagseðil sinn eins og hann lítur út nákvæmlega þá stundina, þ.e. dagsseðill speglast samtímis í spjaldtölvu. Þetta er framkvæmt með spjaldtölvum þannig að viðkomandi bílstjóri er með slíka tölvu í mælaborðinu og með áfasta síðu sem er númer þess bíls sem hann er á. Dæmi ef viðkomandi bílstjóri er með bíl sem hefur fengið númerið „01“, þá er html síða viðkomandi, 01.html osfv. Síðan uppfærist sjálfkrafa í tölvunni („automatic refresh“) þannig ef eitthvað breytist í þjónustuveri, þá sér bílstjóri umhendis að um breytingu er að ræða, þar sem ferð sem breytist, bætist við eða fellur niður, verður rauð eða lituð á annan áberandi hátt. Þetta kerfi var upphugsað með samskiptamáta við bílstjóra eins og þeim sem byggist á „google talk“, sbr. Wikipedia: „Google Talk is an instant messaging service that provides both text and voice communication“
  • Stjórnstöð gæti séð staðsetningu allra bíla á stjórum skjá. Aftur er notast við Google og tækni sem þegar er notuð sem sendir staðsetningar í gegnum 3G (4G) með GPS punktum.
  • Notendur geti bókað sjálfir ferðir í gegnum netið. Þeir sem eftir því sækja, nota sína eigin kennitölu sem notandanafn og fá lykilorð í pósti. Þeir skrá sig inn á þjónustusíðu og geta þá valið dags, tíma, frá stað og til staðar sem og til baka ferð. Þessar ferðir lesast sjálfkrafa inn á bíl númer „0“ sem eins og áður sagði, eru óráðstaðafaðar ferðir.
  • Að hægt sé að setja tímamörk á fastsetta ferðir. Bæði í gildi og í bið. Þannig sé hægt að taka tímabundið út ferðir sem detta inn sjálfvirkt osfv.